Veður: 13°/23° léttskýjað.
Þegar við mættum í leikfimi í morgun fór það ekki milli mála í hvaða landi við erum stödd, því kliðurinn áður en leikfimin byrjaði var eins og ég gæti ímyndað mér að sé í fuglabjargi með nokkur hundruð þúsund fuglum sem allir eru gargandi. Þarna voru líka samankomnar 25 konur og allar voru að tala, en nokkuð örugglega engin að hlusta á hvað hinar voru að segja. Það er alveg öruggt að tungan í þeim fékk ríflegan skammt af þjálfun í dag.
Það er ein kona þarna í hópnum sem er örugglega með einhvern heilasjúkdóm, því hún á mjög erfitt með að samræma hreyfingar sínar og sjaldnast nær hún að gera æfingarnar rétt. Það hlýtur að vera mjög erfitt að fá svona sjúkdóm vitandi að það er enga lækningu að hafa við þessu. Vonandi gera þær æfingar sem hún nær að gera henni eitthvað gott. Mér finnst mjög ömurlegt að vita til þess að það hefur komið fyrir að það sé hlegið að konunni þegar hún er að gera einhverja vitleysu og þá bara brosir hún angurblítt. Ég bara vona að þeim sem verður það á að hlæja að svona löguðu eigi ekki eftir að upplifa að lenda í þessari aðstöðu síðar á lífsleiðinni.
Eftir leikfimina litum við inn hjá Geira og Rósu, þó klukkan væri þá ekki nema rétt rúmlega tíu voru þau búin að fara niður í Aveiro til að versla og komin heim með varninginn. Það er sko ekki verið að sofa úr sér augun á þeim bæ.
Við fengum svo auka morgunkaffi með þeim úti á svölum í góða veðrinu.
Síðdegis var svo aðeins litið á garðinn, það er alltaf nóg að gera þar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Very best site. Keep working. Will return in the near future.
»
Skrifa ummæli