Matardagur verður yfirskriftin fyrir þennan dag.
Við

Þetta er í þriðja sinn á skömmum tíma sem við förum með fólki sem er í heimsókn hjá okkur á þennan stað, enda er alveg óhætt að mæla með honum, því maturinn og þjónustan þarna er mjög góð. Þeir brugðust ekki heldur í dag. Það voru allir mjög ánægðir með matinn.
Við vorum einu gestirnir í byrjun, svo það er óhætt að segja að við höfum haft þjón á hverjum fingri.
Einn þjónninn var mjög líflegur og reitti af sér brandarana.
Eftir matinn kom svo allur hópurinn með okkur heim í Austurkot og þegar hæfilega langt var liðið frá hádegismatnum var farið að fylla upp í holur sem farnar voru að myndast í mögum gestann

1 ummæli:
Kær kveðja í tilefni þjóðhátíðar til ykkar beggja
Nonni og Sigga
Skrifa ummæli