Í morgunn var ég að hreinsa illgresi úr rósabeðinu og þið ættuð bara að sjá hvað rósirnar eru fallegar núna. Því til staðfestingar set ég eina mynd sem ég tók þegar ég var búin að hreinsa beðið.
Meðan það hefur rignt úti erum við Þórunn að dunda okkur við að skipuleggja ferð hér suður í land og þaðan inn í Spán, alveg til austurstrandarinnar.
Á dögunum fór ég að velta fyrir mér merkingu orðsins “biðill”.
Þetta orð er notað um mann þegar verið er að biðja sér konu, að biðla til hennar og ef allt gengur að óskum og konan segir já kvænist maður konunni og þar með mætti ætla að biðilshlutverkinu væri lokið.
Svo er þó ekki heldur breytir orðið um merkingu, því áfram heldur maður að vera biðill, þ.e.a.s. nú þarf að bíða eftir að sú heittelskaða sé búin að snyrta sig og gera margt annað sem tekur talsverðan tíma. Að sjálfsögðu er ég ekkert að kvarta yfir þessu, því auðvitað vil ég hafa mína konu vel snyrta, en mér fannst bara svo skemmtilegt að velta fyrir mér merkingu orðsins, að vísu með því að teygja hana aðeins frá því sem það merkir upphaflega.
1 ummæli:
mikið er þetta fallegur litur.
Skrifa ummæli