Í kirkjunni
Fermingarbörnin í skrúðgöngu
Gatan blómum skrýdd
Graca Joana Artur
Lítið eitt um tilveruna á bökkum Ölfusár og hvar annars staðar þar sem höfundur þessara pistla kann að stíga niður fæti í framtíðinni.
Loksins hjólað
Veður: 8,8°/35,6° heiðskírt
Í góða veðrinu í morgunn var drifið í að taka fram reiðhjólin og fara að hjóla. Ekki hef ég það gott langtímaminni að ég geti munað hvenær það var sem var síðast farið út að hjóla. Semsagt það var gert átak í þessu máli í morgunn og hjólaðir um þrettán kílómetrar. Auðvitað er búið að gefa sér það loforð að það skuli nú ekki líða svona lant á milli hjólatúra aftur, við sjáum nút il með efndirnar á því loforði, hvort það er álíka mikið að marka þetta loforð og kosningaloforðin.
Sunnudagsferð um fjalllendi
Veður: 4,1°/27,5°léttskýjað.´
Sunnudagsferðin í dag var til Jónínu, en nú var ákveðið að fara ekki styttstu leið heldur var valið að fara talsvert lengri leið sem liggur um svonefnd Busaco og Lousa fjöll. Þegar við vorum búin ap far um Busaco fjöllin stoppuðum við í Lousa og fengum okkur að borða. Vorum heppin með veitingastað og fengum alveg ágætismat. Eftir matarhlé var lagt í Lousa fjöllin, vegurinn um þau er víða ansi bugðóttur, enda liggur hann víða hátt uppi í fjallshlíðum, svo maður sér ofan í djúpa og víða þrönga dali. Útsýnið á þessari leið er víða mjög fallegt. Þessi fjöll eru öll gróðri vafin upp á hæstu tinda, það sést hvergi gróðurlaus blettur. Ég ætla mér að setja myndir frá ferðalaginu inn í myndaalbúmið mit fljótlega.
Það dafnar vel það sem Jónína er að rækta, enda hugsar hún mjög vel um garðinn sinn. Eftir góðar móttökur hjá Jónínu héldum við heim hefðbundna leið.
Það er mjög margt fólk á gangi á þjóðvegunum í pílagrímsgöngu til Fatimaþ
Það eru pílagrímar á göngu þangað mestan hluta ársins, en langflestir stefna að því að vera í Fatima þann 13. maí, en þann dag á María mey að hafa birst þremur börnum við tré í heiðinni við Fatima. Trúi hver sem vill, en ekki ég.
Það voru mjög margir á gangi á þeim þjóðvegi sem við fórum eftir fyrst í morgunn, en héðan eru um 140 km. til Fatima. Á nokkrum stöðum á leiðinn eru sjúkratjöld til að hlinna að fólki, því það leggur upp í þessa göngu án nokkurrar þjálfunar eða undirbúnings. Sennilega, því meyri þjáning því betra.
Gaman að skoða!!!!!!!!!!!!!
Veður: 10,3°/28,8°Léttskýjað. Í gær var slatti af þokuskýjum á ferð um himinhvolfið og um tíma leit jafnvel út fyrir að það mindi gera skúr, en það varð ekkert úr neinni vætu. Veðurútlitið var þannig að ég lagði ekki í að kalka það sem eftir var af garðveggnum í gær eins og ég ætlað mér að gera. Því ef það rignir á það sem er nýbúið að kalka, þá skolast kalkið bara í burtu.
Þórunn hélt áfram að mála innandyra.
Í gær fékk ég í hendur uppfærslu á stýrikerfið í tölvunni hjá mér og nú þegar búið er að setja það upp er stýrirkerfið í tölvunni komið á ensku, en var áður á portúgölsku, þvílíkur munur að skilja eitthvað af þeim leiðbeiningum sem manni standa til boða.
Í dag fórum við út að borða og í heimleiðinni litum við inn í ddótabúðina sem við köllum svo, því þar eru seldar tölvur og önnur rafmagnstæki. Það er gífurlega mikið úrval þarna af tólum og tækjum og þar af leiðandi gaman að skoða sig um. Við fórum þarna inn til að kaupa fjöltengi við hátalarasnúru og fundum það strax, svo að á eftir var farið að skoða svona sitt lítið af hverju og það endaði auðvitað með því að við keyptum talsvert meira en til stóð. Það skemmtilega við að fara inn í svona búð, er að maður fer inn og veit ekki til að það sé neitt sem mann vanhagar um, en sér svo hlut sem maður getur vel hugsað sér að eiga, en ég læt Þórunni eftir að segja frá þessum kaupum á sinni heimasíðu.
Veður: 7°/24,4° þokuloft fyrst í morgunn, en síðan léttskýjað.
Það er búið að vera fremur svalt í veðri hér síðustu daga, en í dag breytti til batnaðar og var hlýtt og notalegt veður á ný.
Þórunn slær ekki slöku við í sinni málarvinnu og ég reyndi líka að sýna lit í dag og lauk við að mála það sem eftir var að mála með málningu af veggjunum í kring um garðinn. Nú er bara eftir sá hluti veggjanna sem ég ætla að kalka og það er búið að setja það á dagskrá morgundagsins að ljúka þ´vi af.
Hurðarlaust
Veður: 8,2°18,4° úrkoma 10 mmþ Skúrir.
Þá er orðið hurðarlaust hér á milli tölvuherbergisins og stofunnar, því Þórunn ætlar að mála hurðirnar. Það eru tvær hurðir í hverju dyraopi, eins og tíðkaðist hér fyrir rúmri öld. Það er mun þægilegra að vinna við hurðirnar liggjandi á búkkum, því það er svo mikil vinna að slípa þær og síðan að mála.
Skrúfurnar sem héldu þeim á sínum stað voru ekki alveg á því að fara að róta sér neitt, kunnu bara vel við sig eftir rúm hundrað ár á sama stað, en þegar þeim var lofað að þær fengju að skríða í bólið sitt á ný eftir að hafa skoðað sig aðeins um, þá létu þær til leiðast að taka sér frí í nokkra daga.
Fýluferð.
Veður: 6,2°/25,8° Ég veit ekki almennilega hvernig á að lýsa skýjafarinu í dag, gæti ef til vill verið léttskýjað af of til.
Þegar við heimsóttum Grösu í gær talaðist svo til að í dag yrðum vi samferða henni og hennar fjölskyldu að heimsækja vinafólk þeirra sem við erum búin að hitta nokkrum sinnum heima hjá Grösu og þau hjón eru búin að bjóða okkur að koma í heimsókn til sín. Nú var ákveðið að láta verða af þessari heimsókn, ekki síst vegna þess að þessi hjón sem við höfumætlað að heimsækja eignuðust sitt annað barn fyrir hálfum mánuði eftir þrettán ár frá því þau eignuðust fyrra barnið sitt.
Við fórumí gær og keyptum sængurgjöf á barnið að Íslenskum sið.
Við mæltum okkur mót við Grösu og fjölskyldu skammt frá heimili hjónanna sem átti að heimsækja klukkan þrjú í dag, því við vissum ekki nákvæmlega hvar þau bjuggu.
Þegar kom heim að húsinu var hringt dyrabjöllu eins og venja er en enginn svaraði því kalli. Þá var tekinn upp farsími og reynt að hafa samband við gestgjafana símleiðis, en líka án árangurs.
Þegar ekkert af þessu skilaði árangri var ákveðið að rölta á kaffihús í nágrenninu og sjá til hvort fólkið skilaði sér ekki heim á meðan kaffisopinn væri drukkinn. Það var allt við það sama þegar við snerum aftur til hússins, þar var enga hreifingu að sjá.
Svo við snerum heim við svo búið.
Það hefur greinilega orðið einhver misskilningur á milli Grösu og vinkonu hennar um hvenær Grasa ætlaði að koma í heimsókn, en það fáum við sennilega að vita um síðar.
Veður:9,5°/23,3° að mestu léttskýjað.
Þórunn heldur ótrauð áfram við að mála, nú innandyra, í gær og í dag er hún búin að hressa upp á tölvuherbergið. Meðan hún sinnti málaravinnunni fór ég og lauk við að hreinsa arfann úr laukbeðunum. Það er raunar tæplega hægt að segja að ég hafi lokið við að hreinsa arfann, því það er að verða tímabært að fara næstu umferð um leið og þessari líkur.
Gólfteppið úr tölvuherberginu var sett út á hliðgrind og þvegið með háþrýstiþvottavélinni. Það sást enginn munur á því eftir þvottinn en gott að vita afþví hreinu.
Síðdegis heimsóttum við Grösu og þáðum kaffisopa og spjall. Hún leyfir okkur að fylgjast með undirbúningnum fyrir fermingarveisluna hjá dóttur þeirra. Nú er búið að stilla upp borðum í kjallaranum og næst er að sækja til okkar stóla sem við ætlum að lána þeim. Artur maðurinn hennar er búin að festa sjónvarpstæki upp á vegg í kjallaranum þar sem veislan á að vera, svo gestirnir geti notið sjónvarpsútsendingar á meðan þeir eru í veislunni.
Við ræddum þessi sjónvarpsmál við Grösu, því okkur finnst ekki eðlilegt að það skuli vera opið sjónvarp á hverju heimili þegar fólk kemur í heimsókn og að ætla veislugestum að sitja og horfa á sjónvarp, er einum of langt gengið. Graca var okkur sammála með þetta en bóndi hennar er mikill sjónvarpsfíkill, svo honum finnst nauðsynlegt að geta boðið sínum gestum upp á að horfa á sjónvarp á meðan þeir borða, sjálfur borðar hann aldrei matarbita án þess að horfa á sjónvarp á meðan hann borðar og dóttirin átta ára er á sama róli og Pabbinn.
Það er alveg ótrúleg þessi sjónvarpsdella hér í landi, það fyrirfinnst ekki svo ómerkilegt kaffihús hér í landi að þar inni sé ekki eitt eða tvö sjónvarpstæki í gangi og svipaða sögu er að segja af matsölustöðum, það telst til undantekningar ef ekki er opið sjónvarp á matsölustöðum.
Þjóðhátíðardagur.
Það var ekki fyrr en ég fór að horfa á sjónvarpsfréttir í kvöld að dagurin í dag er þjóðhátíðardagur Portúgals. Í dag eru þrjátíu og þrjú ár frá því einræðistjórn sem hér var búin að vera lengi við völd var steipt af stóli með friðsamri byltingu og komið var á lýðræði í landinu.
Við sáum þesi engin merki á okkar ferðalagi í dag að það væri þjóðhátíðardagur, en einhver hátíðarhöld eru samt í stærri borgum landsins, en í smábæjum eins og okkar er ekkert sem ber merki þess að það sé þjóðhátið.
Það þykir frekar ástæða til að veifa þjóðfánanum í sambandi við fótboltaleiki, en á þjóðhátíðardaginn. Það virðist svo sem það sé mjög lítil virðing borin fyrir þjóðfánanum hér í landi. Þar sem hann er hengdur upp er hann venjulega látinn hanga meðan nokkuð er eftir af honum, áður en skipt er um og settur upp nýr fáni. Það er hörmulegt að sjá rifnar og skítugar fánadruslur hvar sem maður fer um landið.
Veður: 12,6°/16,7° úrkoma 10 mm. fínn rigningarúði fram eftir degi.
Engin garð, eða málningarvinna í dag vegna votviðris, þó úrkoman væri mjög lítil. Það er nokkuð öruggt að það kemur þurr dagur fljótlega svo það er engin ástæða til að fara út þegar það rignir.
Dóttursonur minn átti afmæli í dag og því var að sjálfsögðu fagnað með því að fara á kaffihús og fá sér góða tertusneið.
Veður: 10,7°/24,1° alskýjað og nokkrir regndropar síðdegis.
Tölvumaðurinn okkar lofaði í gærkvöldi að mæta hér klukkan 9 í morgunn til að setja viðbótar minniskort í tölvuna mína. Hann var mjög stundvís á hans mælikvarða, því hann var mættur hér fyrir klukkan 11 , að vísu var ég búin að hringja í hann klukkan 10,30 til að athuga hvort hann kæmi í dag eða ekki, því stundum mætir hann ekki þann dag sem hann lofar að koma.
Okkar tölvumaður er ekki hár í lodtinu frekar en margir landar hans, hinvegar er hann orðinn ansi mikill á þvervegin, svo það er engan veginn auðvelt fyrir hann að þurfa að skríða undir borð til að tengja eða aftengja tölvuna, þá er maður dálítið hræddur um að hann verði afvelta.
Það var mjög þröngt og erfitt að koma þessum spjöldum fyrir, svo minn maður svitnaði mikið og þrátt fyrir að ég setti viftuna sem er hér til kælingar í gang fór hann með slatta af elhúsrúllu í að þurrka af sér svitann. En honum tókst þetta að lokum, svo nú er tölvan mjög spræk.
Ég þorði ekki að mála í dag, því það var svo rigningarlegt og síðdegis rigni smávegis og von á meiri úrkomu í nótt. Síðdegis brugðum við okkur í blómabúð til að kaupa smávegis af blómum.
Notalegt veður
Veður:9,2°/33,4° léttskýjað fram eftir degi, en þikknaði upp með kvöldinu.
Eins og sjá má á hitatölunum var notalega hlýtt um miðjan daginn.
helsta verkefni mitt í dag var að halda áfram við að mála veggina í kring um lóðina, enn er talsvert ómálað, en þessu miðar samt áfram þó hægt gangi.
Það er líka í fleiri horn að líta, en bara að mála og síðdegis var grasflötin slegin, það er svo góð spretta á grasinu núna þessa dagana.
Það eru búnir að vera miklirð erfiðleikar með netsambandið hjá okkur að undanförnu og við erum búin að bíða eftir viðgerðarmanni frá símafélaginu til að koma hingað og lagfæra bilunina. Það kom loks viðgerðarmaður á laugardag og var ýmisst hér, eða á símstöðinni í þrjá klukkutíma og eitthvað er sambandið skárra á eftir, en vantar samt mikið upp á að það sé eins og það á að vera. Það verður sennilega að halda áfram að kvarta þar til þetta fæst í lag, hvenær sem það nú verður.
Nýjar myndir í albúminu mínu.
Veður: 5,5°/29,5° Léttskýjað. Það munaði littlu að hitinn kæmist í 30° í dag, en ekki ósennilegt að á morgunn verði hlýrra en í dag og þá er líklegt að við sjáum hitatölu yfir þrjátíu í fyrsa sinn á þessu ári.
Við notuðum góða veðrið í dag til að fara í góðan sunnudagsbíltúr. Völdum að heimsækja bæ sem liggur í suðaustur frá okkur í rúmlega fimmtíu kílómetra fjarlægð. Þegar við lögðum af stað settum við stefnuna á annan bæ sem var heldur lengra í, en þegar við komum í Mortágua, sem var á þeirri leið sem við vorum búin að ákveða að fara. Þarna leist okkur svo vel á okkur að við ákváðum að fara ekki lengra og skoða bara Mortágua. Þetta er mjög snotur lítill bær, íbúafjöldi um tíu þúsund. Það eina sem ég veit um þennan bæ, er að þar er talsverður iðnaður og meðal annars á íslenska fyrirtækið Límtré verksmiðju þarna. Ég veit ekki hvort það eru einhverjir íslendingar þarna við vinnu núna, en það var allavega á meðan verið var að koma verksmiðjunni í gang. Eiinnig mun vera eitthvað af heilsuhótelum þarna. Það er víða nokkuð fallegt útsýni á þeirri leið sem við völdum enda liggur vegurinn hæst í fjögur hundruð metra hæð.
Ég tók nokkrar myndir þarna og á leiðinni sem ættu að gefa hugmynd um það sem fyrir augu bar í dag. Smellið á myndir til hægri á síðunni til að sjá myndirnar.
Veður: 7,5°/24,3° Léttskýjað.
Siðdegir í dag heimsóttum við Grösu og þáðum kaffisopa úti á svölunum hjá henni.
Kaffitár
Veður: 7°/23,9° nokkuð um skúraský á ferð um himinhvolfið í dag, en samt góðar sólarstundir þegar skýjin voru ekki að skyggja á sólina.
Á ferð okkar um Spán í fyrra keyptm við tvær littlar fánastangir til að festa á vegg, en framkvæmdasemin er nú ekki meiri en það að enn er ekki búið að koma því verk að festa þær á sinn stað. Það stóð meðal annars á því að finna hæfilegar skrúfur til að festa þær með, en einhvern veginn hefur alltaf gleymst að kaupa þessar skrúfur þó búið sé að fara ótal ferðir í byggingavöruverslanir frá því fánastengurnar voru keyptar. Í dag var ákveðið að gera bara ferð eftir þessum fjóru skrúfum sem vantaði, jú eftir nokkra leit í viðeigandi hillum í byggingavöruverslun fundust tíu skrúfur í poka ásamt plasttöppum, en svona í leiðinni fyrst við vorum komin í svona verslun var farið að svipast um eftir góðu vinnuborði fyrir Þórunni til að nota við umpottun og annað slíkt sem tengist garðinum. Það var til þarna mjög hentugt borð fyrir þetta, ósamansett í kassa, svo það var ákveðið að festa kaup á borðinu, einnig fundum við þarna gott útiljós sem okkur vanhagaðið líka um.
Semsagt við fórum til að kaupa fjórar skrúfur og fórum út með tíu skrúfur, eitt vinnuborð og eitt útiljós.
Þegar heim kom var farið að púsla grindinni að borðinu saman og það er að mestu búið, en eftir að setja saman skúffur og ganga frá borðplötunni og hillum, svo það verður fullt að gera á morgunn að ljúka við að koma borðinu saman, ætli það gleymist ekki að festa upp fánastangirnar?
Ég var orðinn svo pirraður á dagbókinni minni í gær, þvað var oft svo erfitt að fá hana til að taka við textanu frá mér.
Nú ætla ég að gera eina tilraun enn með því að fara aðra leið við að koma textanum á sinn stað, eftir leiðbeiningum sem vinur minn gaf mér, það verður spennandi að sjá hvernig tekst til að þessu sinni.
Ég ætlaði að segja frá því í gær, að á páskadag sendir kirkjan þrjá fullmegtuga á simum vegum til að blessa heimili og heimilisfólk hjá þeim sem þess óska og eru tilbúnir að greiða fyrir þá þjónustu. Þessa athöfn á klerkurinn að framkvæma, en hann verður að senda staðgengil, því hann kemst ekki yfir að fara á öll þau heimili sem óska eftir þessari þjónustu. Þessir sendifulltrúar hans klæðast sérstökum skikkjum. Sá sem fer fyrir hópnum ber kross, sem fólkið kyssir á og sá hinn sami fer með ritningarorð og blessar heimili og heimilisfólk. Annar aðstoðarmaðurinn klingir bjöllu þegar þeir ganga milli húsa, en sá þriðji heldur á reykelsi. Það er venja að strá blómum á gangstíginn frá götunni og heim að útidyrum á þeim húsum sem eru blessuð. Í gönguferð okkar hér um ´æinn síðdegis í gær gátum við séð a því hvar búið var að strá blómum hvar hafði verið blessað og hvar ekki.
Veður: 13,9°/20,4° úrkoma 5 mm. Alskýjað til hádegis, en þá fór að birta og síðdegis sá til sólar af og til
Þórunn er búin að vera með slæma hálsbólgu síðan á fimmtudag, en virðist nú vera að komast á þann góða veg sem kallaður er batavegur. Hún hefur alveg sloppið við að fá þessar umgangspestir sem hafa verið að hrjá mig í vetur, en nú er röðin komin að henni. Það er kostur að geta skipst á vöktum í þessu, það væri verra ef við værum bæði lasin á sama tíma.
Við slepptum að fara í leikfimi á föstudag vegna veikindanna, en ég hjólaði þess í stað, sem var síst verra.
Ég hef svolítið verið að vinna í garðinum síðustu daga og eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er margt þar sem gleður augað þessa dagana.