Veður: 13°/22,1° skúrir eða rigning til klukkan tvö, eftir það góðar sólarstundir.
Eins og lesa má út úr veðurlýsingunni hér fyrir ofan er haustið að taka við af sumrinu. Hitastigið er farið að lækka verulega og þetta er fyrsta eiginlega haustrigningin sem er að sýna sig núna.
Grasið sem fölnaði í sumarhitunum tekur nú að grænka á ný og verður grænt og safaríkt að sjá fram á næsta sumar. Haustið, veturinn og vorið er grænasti tíminn hér í landi en ekki sumarið eins og ætla mætti.
Núna er rétti tíminn til að gróðursetja tré og ýmsan annan gróður, svo plönturnar nái að koma rótarkerfinu í gott horf fyrir hitann og þurrkana í sumar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli