30 september 2006

Haustverk.

Veður:16,5°/25,9 mestu léttskýjað.
er veðrið skapi innfæddra, það rigndi síðastliðna nótt en var svo þurrt í dag og talsvert sólskin í kvöld er svo komin rigning á ný.
Portúgalar vilja gjarnan úrkomu, því hún er nauðsynleg, en þeim er meinilla við ef það er rigning á daginn, en allt í lagi þó það rigni um nætur meðan þeir sofa.
Í morgunn voru sófarólan og sólbekkurinn sem verið hafa hér á veröndinni sett upp á háaloft til vetrardvalar, því virðist útséð með við fáum fleiri gesti á þessu ári og við sjálf gerum ekki svo mikið því sitja úti í sólinni, en ef okkur dettur það í hug eigum við ágæta sólstóla til slíks brúks.
Í dag hélt Þórunn áfram með sultugerðina, búin sjóða einn pott af ávöxtum og seinni kominn á eldavélina og verður lokið við sjóða hann á morgunn, þar með er allri sultutausgerð lokið á þessu ári.
Þegar búið var brytja ávextina í seinni pottinn brugðum við okkur niður í Aveiro til kaupa meiri sykur og í leiðinni athuga með spenni fyrir fartölvuna, svo hægt tengja hana við strauminn í bílnum. Við áttum slíkt tæki, en það virðist hafa brunnið yfir í síðasta ferðalagi, allavega virkaði það ekki og það var brunalykt af því, en slík lykt er sjaldan góðs viti. fengum við spenni sem breytir tólf volta straumi bílsins í nítján volta straum, en það er spenna sem tölvan gengur á, svo ætti tölvan vera tilbúin í næsta ferðalag.

Engin ummæli: