24 júní 2007

Afmæli

Veður: 11,2°/26° skýjað.

Aðalverkefni dagsins í dag hjá okkur var að fara á kaffihús og samfagna með afmælisbörnum í fjölskyldunni, sem áttu afmæli í vikunni sem var að líða. Víkingur sonarsonur minn varð fimm ára þann 21. Og Bjarni „littli“ bróðir minn varð 61 árs þann 23. Við höfum nú farið á kaffihús af minna tilefni en tvöföldu afmæli. Það er eiginlega alveg makalaust hvað þessi systkini mín eru að verða gömul, systir mín að nálgast áttrætt og bróðir minn kominn á sjötugsaldur. Getur nokkuð verið að ég sé að byrja að reskjast?

Engin ummæli: