Okkar góðu nágrannar, hún Matthild og hann Maúel fagna sínum 45.brúðkaupsafmælisdegi í dag. Í tilefni þess læt ég fylgja með pistlinum í dag mynd sem tekin var af þeim í morgunn, þegar við Þórunn færðum þeim nokkur blóm og óskuðum þeim til hamingju með daginn.
Þau hafa búið allan sinn búskap hér í Stóradal, fyrstu árin í leiguhúsnæði, en byggðu svo sitt eigið hús hér við hliðina á þessu húsi sem við nefnum nú Austurkot og þar á ég von á að þau verði á meðan þau eru rólfær.
Tvo syni

Þau sigla ekki alla daga lygnan sjó í sínu hjónabandi frekar en margir aðrir, en það er ekkert verið að bæla óánægjuna niður, það er sko virkilega blásið út við slík tækifæri. Manúel liggur mjög hátt rómur og hún getur líka látið til sín heyra. Það hvín stundum svo í þeim að maður gæti haldið að þau væru að ganga frá hvort örðu, en þar með virðist því vera lokið og á eftir labbar Manúel sér blístrandi út eins og ekkert hafi ískorist, en það kemur fyrir að hún segi”jesus” eftir slíka sennu.
Nú snýst öll þeirra tilvera um soninn sem þau eiga og hans tvær dætur. Sonurinn er duglegur að heimsækja þau, en hann býr í 60 Km. fjarlægð frá þeim.
Þau ferðast ekkert, eða gera sér yfir höfuð neitt til tilbreytingar. Þau fara í kirkju hvern einasta sunnudag. Þau eru með nokkrar hænur,grís og geitur og mikið af tímanum fer í að snúast í kring um þessa gripi og afla fóðurs fyrir þá.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli