
Ég er helst á að ég hafi alveg gleymt að kynna þennan íbúa austurkots fyrir dagbókinni. Þessi brosmilda stúlka heitir Rita og er sennilega um það bil fimm ára gömul. Þórunn bjó hana upphaflega til fyrir litla vinkonu okkar sem kom hér oft og hafði þá margt um að tala við hana Ritu.
Það hafa margir gestir sem hér hafa komið átt langar og spekingslegar viðræður við þessa brosmildu dömu. Núna eru hér tvær fjórtán ára stúlkur að rifja upp gamlar endurminningar með Ritu, svo hún hefur ærna ástæðu til að brosa breitt þessa dagana.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli