Veður: 16°/25 léttskýjað
Stærsta afrek mitt í morgunn var að klippa limgirðinguna, en á meða fór Þórunn og skemmti sér á markaðnum í Albergaria, henni finnst alltaf gaman að fara þangað og sjá mannlífið á markaðnum.
Eftir hádegi fórum við svo með Geira og Rósu til að skoða íbúðarhús, sem ert il sölu. Þau eru eitthvað að kynna sér markaðinn hér í grenndinni. Fyrra húsið sem við skoðuðum var lítið einbýlishús, sem er nýbúið að gera upp, svo það er alveg eins og nýtt.
Síðan fórum við og skoðuðum alveg nýtt raðhús, sem var mjög huggulegt í alla staði.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli