Þetta er búinn að vera rólegur og góður sunnudagur.
Við vorum búin að ákveða að fara út að borða og vorum þá með í huga að reyna nýjan matsölustað, sem Þórunn sá auglýstan í Albergaria. Staðurinn reyndist lokaður þegar við mættum þar og ekki orð að sjá um opnunartíma, það var nú svo, þetta er jú í Portúgal.
Við gáfumst ekki upp við þetta, heldur fundum annan stað í Albergaria sem við höfðum ekki reynt áður. Þetta var lítill og vinalegur, eiginlega heimilislegur staður. Svona Mömmuleg kona sem var þarna í forsvari. Maturinn var ágætur á portúgalska vísu, kæfusoðið nautakjöt, en bragðgott. Það má eiginlega segja að það sé sama inn á hvern af þessum minni veitingastöðum farið er hér í landi, það væri hægt að láta sér detta í hug að það væri sama eldhúsið sem eldaði fyrir þá alla. Hvað um það við fórum út södd og ánægð.
Síðdegis fórum við svo í gönguferð hér um nágrennið og við fallegt íbúðarhús hér rétt hjá sáum við d
æmi um hvernig ekki á að umgangast fánann sinn, en þetta er ekkert einsdæmi hér ílandiÞað er svo að sjá að fólk hengi fánann upp og svo er hann látinn vera meðan einhver tutla er eftir af honum.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli